Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð. Það er þröngt á þingi. Stofur og gangar yfirfullar af sjúklingum. Áreitið mikið og fólk í misjöfnu ástandi. Á leiðinni út sjáum við lögregluna koma inn með sjúkraflutningamönnum eftir slys. Hér tekur starfsfólk höggin og fer svo heim, ekki bara þreytt eftir daginn heldur með krefjandi minningar í farteskinu. Orðræða um opinber störf Að undanförnu hafa ýmis hagsmunamtök og stjórnmálamenn farið mikinn í neikvæðri umræðu um hið opinbera og um leið rýrt störf þeirra sem þar vinna - mögulega óaðvitandi. Líkt og hjá ríkinu starfi eintómir letihaugar réttindanna vegna, sem stari á klukkuna til þess eins að komast sem fyrst heim. Reynsla mín frá bráðamótttökunni og sem starfsmaður hjá hinu opinbera er hins vegar allt önnur. Þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í Brussel fylgist ég með starfsfólki vinna langa daga drifið áfram af því að verja hagsmuni Íslands. Oft voru krefjandi mál sem reyndu á úthald í samningaviðræðum við aðrar þjóðir og þar var ekki slegið slöku við sama hvað klukkan sló. Þegar ég starfaði hjá Orkustofnun lagði starfsfólk svo hart að sér í auðlindamálum að þeim tókst að afgreiða fleiri stærri leyfi en tíu árin á undan. Svo komu óveður og eldgos sem ógnuðu orkuinnviðum. Það hljóp enginn heim þó dagur væri á enda; tryggðin við verkefnin var öllu ofar. Þegar ég var stuðningsfulltrúi í grunnskóla sá ég kennara gefa allt í að nemendur lærðu bæði námsefnið en líka góð samskipti og hlýju. Þar komu líka upp erfið mál í lífi barna sem kennarar lögðu sig alla fram við að leysa, án þess þó að þurfa kannski að gera það. Almennt er reynslan mín semsagt sú að fólk sem starfar hjá hinu opinbera er drifið áfram af ástríðu þess að starfa í þágu þeirra verkefna sem það sinnir. Það telur ekki mínúturnar því það er helgað málstaðnum og veit að störf þess skipta máli. Það mætir í vinnuna af hugsjón en ekki vegna fríðinda eða starfsöryggis. Er hið opinbera þá fullkomið? Hið opinbera er þó langt í frá fullkomið. Í stjórnsýslunni væri hægt sjálfvirknivæða ferla svo nýta mætti tíma starfsfólks betur og draga úr kostnaði við yfirbyggingu. Í mörgum tilfellum er hægt að gera starfsemi árangursmiðaðri og skilvirkari. Opinbera kerfið má sannarlega ekki blása út að óþörfu enda um takmarkaða sameiginlega sjóði sem reka það að ræða. En í stað þess að etja opinberum stéttum og einkageirann saman í einhvers konar keppni um hvor er mikilvægari hlýtur að vera farsælla að beina sjónum því að hvaða gagn ólíkar stéttir gera fyrir samfélagið og sameinast um að bæta kerfin þar sem við á. Munum að stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að breyta og bæta flest kerfin; það er ekki við starfsfólk sem gerir sitt besta innan þeirra að sakast. Hvernig vinnur hið opinbera og einkageirinn saman? Á Íslandi gefur nýting fjölbreyttra náttúruauðlinda af sér afar mikilvægar tekjur. Sömuleiðis skapar öflugt atvinnulíf gríðarleg verðmæti sem eykst sífellt ef nýsköpun er í hávegum höfð. Hér þarf fjölbreytta hæfni og duglega einstaklinga því hér verða til grunnstoðir tekna og atvinnu samfélagsins til sem við nýtum í rekstur hins opinbera. Verðmætin sem hið opinbera býr til á móti er að mennta fólk, bæta heilsu og efla fjölbreytta innviði svo einstaklingar geti látið til sín taka á marga vegu í samfélaginu, ekki síst í atvinnulífi, svo að kakan stækki fyrir alla. Þannig eigum við að hugsa kerfin og samspil þeirra og hér þarf stöðugt bæta og uppfæra svo okkur farnist sem best. Lausnamiðuð umræða með virðingu og þakklæti í huga Við vitum að sagan af manninum sem réð sig í vinnu til að fá sem flesta veikindadaga á alltaf að vera undantekning bæði í kerfi ríkisins og í einkageiranum. Slíkt er sannarlega ekki saga fólksins sem tók á móti okkur mæðgum á bráðamóttökunni. Það heldur ekki saga lögreglumannsins sem lagði líf sitt í hættu eða fólksins sem stóð vaktina í eldgosunum. Verum óhrædd og lausnarmiðuð í að gagnrýna kerfi hins opinbera en gætum þess að rífa ekki störf þeirra sem þeim sinna fyrir okkur öll niður um leið. Þau standa vaktina fyrir okkur öll – í sjúkrahúsum, skólum, stjórnsýslu, menningarstarfi, löggæslu, vegagerð og á ótal öðrum sviðum sem skipta sköpum fyrir samfélagið okkar. Þau eiga enga tortryggni skilið - heldur þakkaróð og virðingu fyrir þau mikilvægu verkefni sem þau sinna fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Rekstur hins opinbera Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð. Það er þröngt á þingi. Stofur og gangar yfirfullar af sjúklingum. Áreitið mikið og fólk í misjöfnu ástandi. Á leiðinni út sjáum við lögregluna koma inn með sjúkraflutningamönnum eftir slys. Hér tekur starfsfólk höggin og fer svo heim, ekki bara þreytt eftir daginn heldur með krefjandi minningar í farteskinu. Orðræða um opinber störf Að undanförnu hafa ýmis hagsmunamtök og stjórnmálamenn farið mikinn í neikvæðri umræðu um hið opinbera og um leið rýrt störf þeirra sem þar vinna - mögulega óaðvitandi. Líkt og hjá ríkinu starfi eintómir letihaugar réttindanna vegna, sem stari á klukkuna til þess eins að komast sem fyrst heim. Reynsla mín frá bráðamótttökunni og sem starfsmaður hjá hinu opinbera er hins vegar allt önnur. Þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í Brussel fylgist ég með starfsfólki vinna langa daga drifið áfram af því að verja hagsmuni Íslands. Oft voru krefjandi mál sem reyndu á úthald í samningaviðræðum við aðrar þjóðir og þar var ekki slegið slöku við sama hvað klukkan sló. Þegar ég starfaði hjá Orkustofnun lagði starfsfólk svo hart að sér í auðlindamálum að þeim tókst að afgreiða fleiri stærri leyfi en tíu árin á undan. Svo komu óveður og eldgos sem ógnuðu orkuinnviðum. Það hljóp enginn heim þó dagur væri á enda; tryggðin við verkefnin var öllu ofar. Þegar ég var stuðningsfulltrúi í grunnskóla sá ég kennara gefa allt í að nemendur lærðu bæði námsefnið en líka góð samskipti og hlýju. Þar komu líka upp erfið mál í lífi barna sem kennarar lögðu sig alla fram við að leysa, án þess þó að þurfa kannski að gera það. Almennt er reynslan mín semsagt sú að fólk sem starfar hjá hinu opinbera er drifið áfram af ástríðu þess að starfa í þágu þeirra verkefna sem það sinnir. Það telur ekki mínúturnar því það er helgað málstaðnum og veit að störf þess skipta máli. Það mætir í vinnuna af hugsjón en ekki vegna fríðinda eða starfsöryggis. Er hið opinbera þá fullkomið? Hið opinbera er þó langt í frá fullkomið. Í stjórnsýslunni væri hægt sjálfvirknivæða ferla svo nýta mætti tíma starfsfólks betur og draga úr kostnaði við yfirbyggingu. Í mörgum tilfellum er hægt að gera starfsemi árangursmiðaðri og skilvirkari. Opinbera kerfið má sannarlega ekki blása út að óþörfu enda um takmarkaða sameiginlega sjóði sem reka það að ræða. En í stað þess að etja opinberum stéttum og einkageirann saman í einhvers konar keppni um hvor er mikilvægari hlýtur að vera farsælla að beina sjónum því að hvaða gagn ólíkar stéttir gera fyrir samfélagið og sameinast um að bæta kerfin þar sem við á. Munum að stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að breyta og bæta flest kerfin; það er ekki við starfsfólk sem gerir sitt besta innan þeirra að sakast. Hvernig vinnur hið opinbera og einkageirinn saman? Á Íslandi gefur nýting fjölbreyttra náttúruauðlinda af sér afar mikilvægar tekjur. Sömuleiðis skapar öflugt atvinnulíf gríðarleg verðmæti sem eykst sífellt ef nýsköpun er í hávegum höfð. Hér þarf fjölbreytta hæfni og duglega einstaklinga því hér verða til grunnstoðir tekna og atvinnu samfélagsins til sem við nýtum í rekstur hins opinbera. Verðmætin sem hið opinbera býr til á móti er að mennta fólk, bæta heilsu og efla fjölbreytta innviði svo einstaklingar geti látið til sín taka á marga vegu í samfélaginu, ekki síst í atvinnulífi, svo að kakan stækki fyrir alla. Þannig eigum við að hugsa kerfin og samspil þeirra og hér þarf stöðugt bæta og uppfæra svo okkur farnist sem best. Lausnamiðuð umræða með virðingu og þakklæti í huga Við vitum að sagan af manninum sem réð sig í vinnu til að fá sem flesta veikindadaga á alltaf að vera undantekning bæði í kerfi ríkisins og í einkageiranum. Slíkt er sannarlega ekki saga fólksins sem tók á móti okkur mæðgum á bráðamóttökunni. Það heldur ekki saga lögreglumannsins sem lagði líf sitt í hættu eða fólksins sem stóð vaktina í eldgosunum. Verum óhrædd og lausnarmiðuð í að gagnrýna kerfi hins opinbera en gætum þess að rífa ekki störf þeirra sem þeim sinna fyrir okkur öll niður um leið. Þau standa vaktina fyrir okkur öll – í sjúkrahúsum, skólum, stjórnsýslu, menningarstarfi, löggæslu, vegagerð og á ótal öðrum sviðum sem skipta sköpum fyrir samfélagið okkar. Þau eiga enga tortryggni skilið - heldur þakkaróð og virðingu fyrir þau mikilvægu verkefni sem þau sinna fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun