Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 12:32 Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Stéttarfélög Flosi Eiríksson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar