Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 „Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Kynbundið ofbeldi Skóla- og menntamál Jafnréttismál Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun