Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Ása Steinarsdóttir er einn stærsti áhrifavaldur (e. content creator) Íslands en myndir og myndbönd hennar fá að jafnaði tugi til hundruða þúsunda „likes“ og milljónir áhorfa á Instagram. Skjáskot/Stöð 2 Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ása hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Sjá meira
Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ása hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Sjá meira