Setur háa tolla á Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 19:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26
Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent