Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar 3. mars 2025 07:45 Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun