Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Auðun Georg Ólafsson skrifar 4. mars 2025 12:38 Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um tollahækkanir hefur haft áhrif á markaði. AP Viðbúið er að ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada muni skekja markaði um allan heim. Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag eftir lækkanir vestanhafs í gær. Á miðnætti hækkuðu Bandaríkin innflutningstolla um 25 prósent á vörur frá Mexíkó og Kanada. Vörur frá Kanada sem tengjast orkuframleiðslu hækka um 10 prósent. Tíu prósent tollurinn sem Trump lagði á vörur frá Kína í febrúar hækkaði núna upp í 20 prósent. Kínverjar hafa þegar gripið til gagnaðgerða og tilkynnt að fimmtán prósent tollur verði lagður á kjúkling, hveiti, maís og bómull frá Bandaríkjunum og tíu prósent tollur á svína- og nautakjöt, ávexti, grænmeti, mjólkurvörur og fleira. Nikkei vísitalan í Tokyo féll um 1,9 prósent í dag og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,6 prósent en hún rétti síðar úr kútnum. Allir tapa Francis Lun, fjárfestir í Hong Kong sem lengi hefur greint markaðinn segir við AP fréttastofuna að tollahækkanir Trump séu „lose-lose“ þar sem allir tapa. „Þetta mun einungis sundra mörkuðum og skapa glundroða út um allan heim, ekki bara hjá þessum fjórum löndum. Markaðurinn í Hong Kong brást strax illa við þessu og féll hratt við opnun í dag. Hang Seng vísitalan féll um 549 punkta en náði síðar jafnvægi. Ég held að það sé vegna þess að fólk hafi áttað sig á að Kína sé vel undirbúið undir viðskiptastríð og tollahækkun Bandaríkjana muni síður hafa áhrif á þau en Kanada og Mexíkó. Um sjötíu prósent viðskipta þeirra ríkja eru við Bandaríkin svo þau munu finna meira fyrir þessu en Kína. Viðskipti Kína við Bandaríkin nema um tuttugu prósentum af heildar-milliríkjaviðskiptum Kína. Bandaríkin munu þjást vegna þessa, sérstaklega útflytjendur landbúnaðarafurða. Ég held að afleiðingin af þessu verði sú að Kína velji frekar að kaupa landbúnaðarafurðir frá Suður-Ameríku en Bandaríkjunum,“ segir Lun. Kína horfir til Evrópu Til viðbótar við hærri tolla greindu stjórnvöld í Kína frá því að þau hefðu bannað ákveðnum bandarískum fyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Kína. Þá greinir New York Times frá því að Kínverjar muni í auknum mæli horfa til Evrópu og freista þess að styrkja viðskiptatengsl við Evrópuríkin. Trump hefur boðað tollahækkanir á Evrópusambandið en óvíst er hvort það hafi áhrif á Ísland. Búist er við viðbrögðum frá Mexíkó síðar í dag en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að stjórnvöld þar í landi muni bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara til að byrja með og að þeir verði lagðir á enn fleiri vörur ef tollar Bandaríkjamanna verða enn í gildi eftir 21 dag. Ákvarðanir Trump munu bæði hafa áhrif á diplómatísk samskipti við viðkomandi ríki en einnig koma niður á neytendum og framleiðendum í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Sjá meira
Á miðnætti hækkuðu Bandaríkin innflutningstolla um 25 prósent á vörur frá Mexíkó og Kanada. Vörur frá Kanada sem tengjast orkuframleiðslu hækka um 10 prósent. Tíu prósent tollurinn sem Trump lagði á vörur frá Kína í febrúar hækkaði núna upp í 20 prósent. Kínverjar hafa þegar gripið til gagnaðgerða og tilkynnt að fimmtán prósent tollur verði lagður á kjúkling, hveiti, maís og bómull frá Bandaríkjunum og tíu prósent tollur á svína- og nautakjöt, ávexti, grænmeti, mjólkurvörur og fleira. Nikkei vísitalan í Tokyo féll um 1,9 prósent í dag og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,6 prósent en hún rétti síðar úr kútnum. Allir tapa Francis Lun, fjárfestir í Hong Kong sem lengi hefur greint markaðinn segir við AP fréttastofuna að tollahækkanir Trump séu „lose-lose“ þar sem allir tapa. „Þetta mun einungis sundra mörkuðum og skapa glundroða út um allan heim, ekki bara hjá þessum fjórum löndum. Markaðurinn í Hong Kong brást strax illa við þessu og féll hratt við opnun í dag. Hang Seng vísitalan féll um 549 punkta en náði síðar jafnvægi. Ég held að það sé vegna þess að fólk hafi áttað sig á að Kína sé vel undirbúið undir viðskiptastríð og tollahækkun Bandaríkjana muni síður hafa áhrif á þau en Kanada og Mexíkó. Um sjötíu prósent viðskipta þeirra ríkja eru við Bandaríkin svo þau munu finna meira fyrir þessu en Kína. Viðskipti Kína við Bandaríkin nema um tuttugu prósentum af heildar-milliríkjaviðskiptum Kína. Bandaríkin munu þjást vegna þessa, sérstaklega útflytjendur landbúnaðarafurða. Ég held að afleiðingin af þessu verði sú að Kína velji frekar að kaupa landbúnaðarafurðir frá Suður-Ameríku en Bandaríkjunum,“ segir Lun. Kína horfir til Evrópu Til viðbótar við hærri tolla greindu stjórnvöld í Kína frá því að þau hefðu bannað ákveðnum bandarískum fyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Kína. Þá greinir New York Times frá því að Kínverjar muni í auknum mæli horfa til Evrópu og freista þess að styrkja viðskiptatengsl við Evrópuríkin. Trump hefur boðað tollahækkanir á Evrópusambandið en óvíst er hvort það hafi áhrif á Ísland. Búist er við viðbrögðum frá Mexíkó síðar í dag en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að stjórnvöld þar í landi muni bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara til að byrja með og að þeir verði lagðir á enn fleiri vörur ef tollar Bandaríkjamanna verða enn í gildi eftir 21 dag. Ákvarðanir Trump munu bæði hafa áhrif á diplómatísk samskipti við viðkomandi ríki en einnig koma niður á neytendum og framleiðendum í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Sjá meira
Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. 4. mars 2025 07:02