Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar 4. mars 2025 18:03 Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun