Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 1. apríl 2025 10:02 Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Trúmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun