Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 19:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulag fjármálaætlunar ekki í samræmi við vinnulag sem hann tók þátt í að koma á fót sem þáverandi varaformaður fjárlaganefndar. Vísir/Einar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39