Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar 6. apríl 2025 08:31 Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Námslán Háskólar Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun