Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Forseta- og konungshjónin í dag við hesthús konungshallarinnar. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. Vísir/EPA Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið. Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið.
Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09