Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. maí 2025 22:15 Dagur segir að þegar stjórnvöld geti innheimt hærri veiðigjöld sé hægt að halda svo áfram að fjárfesta í innviðum og samgöngum. Vísir/Einar Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18