Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 08:29 Þorsteinn Vilhjálmsson gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi. HÍ Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö. Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö.
Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira