Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar 27. maí 2025 11:00 Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mótar nú nýja auðlindastefnu með áherslu á sjálfbæra nýtingu og svokölluð „réttlát“ auðlindagjöld. Í því samhengi hafa verið kynnt drög að frumvarpi um veiðigjöld sem gera ráð fyrir verulegri hækkun gjalda milli ára, - í tilviki makríls er talað um rúmlega þrefalda aukningu opinbera gjalda. Markmiðið er að tryggja þjóðinni stærri hlut í arðsemi sjávarútvegsins. Þótt andstaða við hugmyndina sé lítil, hefur framkvæmd frumvarpsins sætt gagnrýni, - einkum vegna umfangs og hraða breytinganna. Það vekur áhyggjur af faglegri stjórnsýslu þegar svo róttækar breytingar á opinberum gjöldum eru ákveðnar án viðhlítandi samráðs við hagsmunaaðila og áður en boðuð auðlindastefna hefur verið mótuð. Bent hefur verið á að minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki eigi erfitt með að standa undir stökkbreyttum veiðigjöldum, þar sem þau skila gjarnan lægra verðmæti á hvert veitt kíló en stærri og tæknivæddari fyrirtæki. Í umræðunni hefur komið fram að sum stærri fyrirtæki eigi einnig í vanda með að ná endum saman nái hin stórfelda gjaldahækkun fram að ganga. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að spyrja: Er hækkunin of mikil og of skyndileg? Væri ekki skynsamlegra að fara hægar í sakirnar og miða breytingar við getu greinarinnar í heild? Því miður hefur svo ekki verið, - heldur brugðist við með tillögum um kerfisbreytingar og auknum flækjum. Kerfisbreytingar og áhrif frítekjumarks Í frumvarpinu er lagt til svokallað frítekjumark, þar sem lægra veiðigjald er lagt á fyrstu tonnin sem veidd eru, með það að markmiði að koma sérstaklega til móts við minni útgerðir. Útgerðarmaðurinn sem nefndur er hér „Séra Jón“ og gerir út gamlan bát, veiðir rúmlega 1.000 tonn af þorski á ári og myndi samkvæmt útreikningum greiða um 23 krónur á hvert kíló, - sem er þá væntanlega sanngjarnt gjald til þjóðarinnar. „Séra Jón“ hefur í gegnum tíðina greitt út nokkuð myndarlegan arð og þau ár sem afkoman hefur verið slæm hefur kvóti verið seldur. Peningarnir hafa nýst til kaupa á húseign erlendis og til fjárfestinga afkomenda, - m.a. í verslunarrekstri í Kringlunni og lúxushóteli í heimabyggð. Í næsta sjávarþorpi, sem við köllum Brimvík, er önnur útgerð sem hefur sjaldan greitt út arð. Ávinning starfseminnar hefur í áranna rás verið fjárfest í nýjustu tækni og stundum, þegar vel hefur árað, ráðstafað í kvótakaup. Útgerðin í Brimvík hefur í dag yfir að ráða 6.000 tonnum af þorski. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með uppsöfnuðum hagnaði og lánum. Útgerðarmaðurinn hér kallast „Jón“ og rekur öfluga starfsemi með tveimur nýlegum togurum sem skapa hátekjustörf sem skila miklum sköttum og útsvari. Útgerðin hans Jóns í Brimvík á samkvæmt lagafrumvarpinu að greiða 41 krónu á hvert kíló af þorski, - eða 82% hærra gjald en kollegi hans „Séra Jón“. Mismunurinn vekur spurningar um hvað teljist „réttlátt“ gjald fyrir veiðar. Er sanngjarnt að sá sem hefur markvisst varið rekstrarafgangi til fjárfestinga árum saman greiði hart nær sama verð fyrir einn þorsk og „Séra Jón“ greiðir fyrir tvo? Um áhrif hvata Ef við göngum út frá því að útgerðarmaðurinn Jón í Brimvík sjái hag sinn í að aðlaga sig að gjaldakerfinu, væri hugsanlegt að hann minnkaði reksturinn, seldi nýju skipin og hluta kvótans til annarra, svipaðra og „Séra Jóns“. Þótt þetta sé einfölduð sviðsmynd, dregur hún fram hugsanlegar afleiðingar skekktra hvata. Sama magn af fiski væri veitt, - en af fleiri aðilum, - og veiðigjaldið myndi lækka vegna frítekjumarksins. En með því er bara hálf sagan sögð. Sjávarútvegurinn greiðir mikla skatta og gjöld sem tengjast ekki veiðigjöldum. Hann styður við lífskjör í landinu með því að skapa sem mest verðmæti og hátekjustörf, með miklum fjárfestingum og hagnaði. Gríðarhá veiðigjöld með frítekjumarksleið hefur áhrif á fjárfestingarvilja, nýsköpun og samkeppnishæfni í greininni til lengri tíma litið. Frítekjumarkskerfið gæti hvatt til aðlögunar sem skilar ekki endilega auknum verðmætum eða meiri skilum til samfélagsins. Þannig vinnur það gegn markmiðinu um verðmætasköpun. Það borgar sig ekki að skattleggja atvinnuvegi þjóðarinnar í átt að meðalmennsku. Niðurlag Það ber að virða að markmið stjórnvalda eru reist á því að auka réttmæta hlutdeild þjóðarinnar í arðsemi sjávarauðlindarinnar. Hún er í sjálfu sér réttmæt og í takt við ríkjandi viðhorf. En til að þau nái fram að ganga má skammtímahugsun ríkissjóðs ekki verða ofan á. Veiðigjaldtakan á að vera einföld, gagnsæ og sambærileg fyrir Jón og „Séra Jón“. Veiðigjaldið er opinbert gjald á sjávarauðlindina. Það ætti að vera óháð rekstrarárangri fyrirtækja, aldri og stærð skipa. Þannig má stuðla að jafnræði, áframhaldandi fjárfestingu og nýsköpun, - og tryggja að þjóðin hagnist sem mest á arðsamri nýtingu sjávarauðlindanna til lengri tíma litið. Höfundur er yfirmaður uppsjávarsviðs og aðstoðarmaður forstjóra hjá Brim hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mótar nú nýja auðlindastefnu með áherslu á sjálfbæra nýtingu og svokölluð „réttlát“ auðlindagjöld. Í því samhengi hafa verið kynnt drög að frumvarpi um veiðigjöld sem gera ráð fyrir verulegri hækkun gjalda milli ára, - í tilviki makríls er talað um rúmlega þrefalda aukningu opinbera gjalda. Markmiðið er að tryggja þjóðinni stærri hlut í arðsemi sjávarútvegsins. Þótt andstaða við hugmyndina sé lítil, hefur framkvæmd frumvarpsins sætt gagnrýni, - einkum vegna umfangs og hraða breytinganna. Það vekur áhyggjur af faglegri stjórnsýslu þegar svo róttækar breytingar á opinberum gjöldum eru ákveðnar án viðhlítandi samráðs við hagsmunaaðila og áður en boðuð auðlindastefna hefur verið mótuð. Bent hefur verið á að minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki eigi erfitt með að standa undir stökkbreyttum veiðigjöldum, þar sem þau skila gjarnan lægra verðmæti á hvert veitt kíló en stærri og tæknivæddari fyrirtæki. Í umræðunni hefur komið fram að sum stærri fyrirtæki eigi einnig í vanda með að ná endum saman nái hin stórfelda gjaldahækkun fram að ganga. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að spyrja: Er hækkunin of mikil og of skyndileg? Væri ekki skynsamlegra að fara hægar í sakirnar og miða breytingar við getu greinarinnar í heild? Því miður hefur svo ekki verið, - heldur brugðist við með tillögum um kerfisbreytingar og auknum flækjum. Kerfisbreytingar og áhrif frítekjumarks Í frumvarpinu er lagt til svokallað frítekjumark, þar sem lægra veiðigjald er lagt á fyrstu tonnin sem veidd eru, með það að markmiði að koma sérstaklega til móts við minni útgerðir. Útgerðarmaðurinn sem nefndur er hér „Séra Jón“ og gerir út gamlan bát, veiðir rúmlega 1.000 tonn af þorski á ári og myndi samkvæmt útreikningum greiða um 23 krónur á hvert kíló, - sem er þá væntanlega sanngjarnt gjald til þjóðarinnar. „Séra Jón“ hefur í gegnum tíðina greitt út nokkuð myndarlegan arð og þau ár sem afkoman hefur verið slæm hefur kvóti verið seldur. Peningarnir hafa nýst til kaupa á húseign erlendis og til fjárfestinga afkomenda, - m.a. í verslunarrekstri í Kringlunni og lúxushóteli í heimabyggð. Í næsta sjávarþorpi, sem við köllum Brimvík, er önnur útgerð sem hefur sjaldan greitt út arð. Ávinning starfseminnar hefur í áranna rás verið fjárfest í nýjustu tækni og stundum, þegar vel hefur árað, ráðstafað í kvótakaup. Útgerðin í Brimvík hefur í dag yfir að ráða 6.000 tonnum af þorski. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með uppsöfnuðum hagnaði og lánum. Útgerðarmaðurinn hér kallast „Jón“ og rekur öfluga starfsemi með tveimur nýlegum togurum sem skapa hátekjustörf sem skila miklum sköttum og útsvari. Útgerðin hans Jóns í Brimvík á samkvæmt lagafrumvarpinu að greiða 41 krónu á hvert kíló af þorski, - eða 82% hærra gjald en kollegi hans „Séra Jón“. Mismunurinn vekur spurningar um hvað teljist „réttlátt“ gjald fyrir veiðar. Er sanngjarnt að sá sem hefur markvisst varið rekstrarafgangi til fjárfestinga árum saman greiði hart nær sama verð fyrir einn þorsk og „Séra Jón“ greiðir fyrir tvo? Um áhrif hvata Ef við göngum út frá því að útgerðarmaðurinn Jón í Brimvík sjái hag sinn í að aðlaga sig að gjaldakerfinu, væri hugsanlegt að hann minnkaði reksturinn, seldi nýju skipin og hluta kvótans til annarra, svipaðra og „Séra Jóns“. Þótt þetta sé einfölduð sviðsmynd, dregur hún fram hugsanlegar afleiðingar skekktra hvata. Sama magn af fiski væri veitt, - en af fleiri aðilum, - og veiðigjaldið myndi lækka vegna frítekjumarksins. En með því er bara hálf sagan sögð. Sjávarútvegurinn greiðir mikla skatta og gjöld sem tengjast ekki veiðigjöldum. Hann styður við lífskjör í landinu með því að skapa sem mest verðmæti og hátekjustörf, með miklum fjárfestingum og hagnaði. Gríðarhá veiðigjöld með frítekjumarksleið hefur áhrif á fjárfestingarvilja, nýsköpun og samkeppnishæfni í greininni til lengri tíma litið. Frítekjumarkskerfið gæti hvatt til aðlögunar sem skilar ekki endilega auknum verðmætum eða meiri skilum til samfélagsins. Þannig vinnur það gegn markmiðinu um verðmætasköpun. Það borgar sig ekki að skattleggja atvinnuvegi þjóðarinnar í átt að meðalmennsku. Niðurlag Það ber að virða að markmið stjórnvalda eru reist á því að auka réttmæta hlutdeild þjóðarinnar í arðsemi sjávarauðlindarinnar. Hún er í sjálfu sér réttmæt og í takt við ríkjandi viðhorf. En til að þau nái fram að ganga má skammtímahugsun ríkissjóðs ekki verða ofan á. Veiðigjaldtakan á að vera einföld, gagnsæ og sambærileg fyrir Jón og „Séra Jón“. Veiðigjaldið er opinbert gjald á sjávarauðlindina. Það ætti að vera óháð rekstrarárangri fyrirtækja, aldri og stærð skipa. Þannig má stuðla að jafnræði, áframhaldandi fjárfestingu og nýsköpun, - og tryggja að þjóðin hagnist sem mest á arðsamri nýtingu sjávarauðlindanna til lengri tíma litið. Höfundur er yfirmaður uppsjávarsviðs og aðstoðarmaður forstjóra hjá Brim hf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun