Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Daði Rafnsson skrifar 28. maí 2025 11:30 vísir/getty „Þegar ég klára vil ég vita að ég hefði ekki getað farið lengra. Að ég eigi ekkert eftir“. Ég var að ræða við afreksíþróttakonu í ofurhlaupum. Hún hafði byrjað í íþróttinni því hana vantaði áskorun og hafði hingað til hlaupið á gleðinni og eigin metnaði. Hún hafði komið sjálfri sér á óvart og var allt í einu komin í fremstu röð. Hún var valin á fullorðinsaldri í úrvalshóp í íþróttum í fyrsta sinn og þá var komin alvara og pressa. Áður en við myndum hefja samstarf varð ég að fá á hreint hvað þetta þýddi. Ofurhlaup ganga út á að þátttakendur ganga fram af líkama og sál og sá sem þolir mesta álagið stendur uppi sem sigurvegari. Þau sem leggja af stað í þessa áskorun missa ekki einungis nokkrar táneglur heldur böðlast á vöðvum, liðum og hormónakerfi þannig að oft sér verulega á um nokkurt skeið eftir hlaupin. Glímt við niðurgang og uppköst Á meðan keppni stendur lendir stór hluti hlaupara í því að berjast við niðurgang, uppköst og bólgur og upplifir gríðarlegt álag á ónæmiskerfið, hjarta og æðakerfi. Þar sem ekki er leyft að sofa í slíkum hlaupum hefur þreyta áhrif á heilastarfsemi og því geta fylgt skapsveiflur, ofsjónir eða depurð. Líkurnar á öllu ofangreindur aukast ef manni gengur vel. Hvað átti hún við með að vilja ekki eiga neitt inni í lokin? Þegar afreksfólk er spurt hvað rekur það áfram svara margir að þarna sé fjall og það þurfi að klifra það. Í fyrri pistli var fjallað um landsliðsmenn sem leika sér sem börn og unglingar og hvernig íþróttin verður hluti af sjálfsmynd þeirra í gegnum sjálfshvöt, tengsl og velgengni. Á frammistöðustiginu er hluti þeirra orðið afreksfólk sem brennur fyrir að klífa fjöll sem venjulegt fólk myndi aðeins dást að úr fjarska. Afreksíþróttir kosta pening En eins og í alvöru fjallgöngum eru gildrur á leiðinni og afreksíþróttir eiga sínar dökku hliðar. Ein tengist hagfræðilegri hugsun og tungutaki sem umlykur afreksíþróttirnar og mótar hvernig við flytjum fréttir af þeim og tölum um þær. Afreksíþróttir kosta pening og í sumum tilfellum er hægt að græða pening á þeim. Þannig er ítrekað talað um hvers virði íþróttafólk er og hver laun þeirra eru sem mælikvarða á árangur þeirra og velgengni. Íþróttir barna og unglinga leggja áherslu á forvarnir og ábyrgt uppeldi. Eigendur afreksíþróttaliða leggja hins vegar mesta áherslu á peninga og eru víðast til í að selja aðdáendum sínum hvað sem er til að græða meira. Það kostar jú að vera samkeppnishæfur. Seðill umfram tækifæri Aðdáendur eiga oft erfitt með að skilja að íþróttafólk velji seðil umfram tækifæri til að vinna titla en það er kaldur veruleiki toppíþrótta og launin trompa hitt í mörgum tilvikum. Sumir geta efnast mjög í þessum heimi en þá getur samanburður við aðra orðið til þess að það sé aldrei nóg. Það er erfitt að lá íþróttafólki að grípa tækifærin þar sem þau eru en það eru margir um hituna. Víða er gengið á sjálfræði fólks því vinnuveitendur hafa mikið rými til að geta selt þau, skipt á þeim eða látið þau róa sýnist þeim svo. Og í þessum heimi sem víðar hallar verulega á konur. Íþróttafólk sett í ómögulega stöðu Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir átti von á sínu fyrsta barni ákvað besta knattspyrnufélag í heimi einhliða að hætta að greiða henni laun samkvæmt samningi. Íþróttafólk sem fær ekki borgað er sett í ómögulega stöðu því það getur átt hættu á að missa réttindi sín ef það mætir ekki í vinnuna í mótmælaskyni. Afreksíþróttir gera kröfur til þeirra sem þar starfa að þær eiga að ganga fyrir öllu öðru. Þjálfarar hjá San Francisco 49ers mæta við fyrsta hanagal til vinnu og keppast við að vera síðastir heim. „Allir hinir í öllum hinum liðunum eru alltaf í vinnunni. Þess vegna verðum við að vera það líka“. Þegar íslenskir þjálfarar í Kína vildu gefa leikmönnum sínum fjögurra daga frí sagðist yfirmaðurinn samþykkur en varaði við að ef úrslitin yrðu slæm yrði fríið notað gegn þeim. Þjálfarar í unglingaliðum út um allan heim segja unglingum að íþróttirnar verða að vera allt um lykjandi í þeirra lífi og að þau þurfi að vera íþróttafólk 24/7. Mega leikmenn fara á fæðingardeildina? Þegar Sarunas Jasikevicius, þjálfari körfuboltaliðsins Zalgiris Kaunas, svaraði blaðamanni að aðalframherji hans væri ekki á leikskýrslu því hann væri viðstaddur fæðingu dóttur sinnar, vakti það slíka athygli að það mun lifa um ómunatíð á internetinu. Hvar er forgangsröðunin spurði blaðamaðurinn? Hann hefði verið ánægður með Mauricio Sarri sem hringdi á fæðingadeildina og sagði nýbökuðum föður Khalidou Koulibaly að hann þyrfti á honum að halda í mikilvægum leik um kvöldið. Þegar Koulibaly mætti uppgötvaði hann að hann væri aldrei þessu vant ekki í byrjunarliðinu. Sarri þurfti á honum að halda á bekkinn. Að temja sér hugarfarið að leggja sig fram sama hvað það kostar drífur marga áfram, til að ná árangri, setja heimsmet og vinna gull. En það kemur auðvitað á kostnað annara þátta. Eins og þegar lagt er upp á hæstu fjöll heims er fólk oft að dansa kringum alls konar mörk sem geta haft slæmar afleiðingar. „Ef leikmaður meiðist aldrei alvarlega, getum við þá nokkuð sagt að hann hafi reynt að ná hinu allra mesta út úr sér?“, sagði evrópskur knattspyrnuþjálfari mér þegar við vorum að ræða um fjórtán ára unglinga. Dökku hliðarnar eru víða Þetta er kallað dökku hliðar afrekshugarfars (dark side of mental toughness) og eins og í öðrum afkimum lífsins þar sem eru peningar, frægð og frami í boði má einnig finna greiðar leiðir fyrir fólk sem er haldið einkennum siðblindu, sjálfhverfu eða Makkíavellisma. Innan jafn ólíkra stofnanna eins og Fimleikasambands Bandaríkjanna, Sundsambands Danmerkur, Ólympíusambands Bretlands, Atvinnumannadeildar kvenna í knattspyrnu í Bandaríkjunum (NWSL) og Nike-hlaupabúðanna i Oregon hafa hlutir á borð við ofbeldismenningu, eineltismenningu eða eitraða menningu fengið að grassera þar til að fórnarlömb stigu fram. Þá var hafist handa við að rannsaka og taka til í þessum stofnunum en eftir situr að alls staðar sat fólk sem hafði verið áhorfendur innan menningarinnar og sagðist alltaf hafa vitað af þessu. Það vildi bara enginn rugga bátnum því það var verið að vinna í átt að árangri. Íslendingar búa við forréttindi Þegar stigið er inn í þennan heim þarf að gæta þess að fólk hafi sjálfræði og öruggt bakland. Margar konur í svipaðri stöðu og Sara Björk Gunnarsdóttir lenti í hafa ekki haft baklandið hennar, aðstöðu né skapgerð til að standa upp gegn eitruðu kerfi. Almennt búa Íslendingar við mikil forréttindi sem felast í því að geta snúið sér að einhverju öðru ef hlutirnir fara illa. Við höfum átt menntakerfi, heilbrigðiskerfi og samfélagslegt öryggisnet sem veitir fólki frelsi til að elta drauma sína. Það eru ekki allir svo heppnir og þurfa því að búa við skert sjálfræði þar sem það hefur minni stjórn á eigin örlögum. FIFA setti fyrir rúmlega tuttugu árum reglur sem takmarka félagsskipti barna milli landa þar sem félagslið og umboðsmenn voru að taka börn að heiman úr viðkvæmum aðstæðum. Það var gert í þeirri von að græða á þeim ef þau kæmust í gegn um síuna. Svo voru þau mörg skilin bókstaflega eftir á götunni ef það gekk ekki upp. Slíkt viðgengst sums staðar enn þá og eru konur í atvinnuíþróttum sérstaklega viðkvæmar því eftirlit og regluverk er veikara þeim megin og skýr umönnunarskylda íþróttafélaga almennt skammt á veg komin. Látið reyna á endamörk alheimsins Ofurhlauparinn náði bæði að bæta eigið persónulegt met og að hætta áður en hún átti ekkert eftir. Að eigin sögn byggði sjálfsmynd hennar mikið á því að vera afreksíþróttakona en hún átti aðra hluti í sínu lífi sem skiptu meira máli. Hún hljóp á sínum eigin forsendum og skaðaði sig ekki þannig að hún yrði fyrir óbætanlegu tjóni. Það skiptir öllu máli, sjálfræði og stjórn á eigin framgöngu. Eins og maður stekkur yfirleitt ekki út úr flugvél án fallhlífar eða leggur af stað á Everest án súrefnis og úlpu, skiptir máli að þeim sem láta reyna á endamörk alheimsins sé tryggt að geta snúið til baka. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið „Þegar ég horfi á yngri flokkana fer athygli mín ósjálfrátt á þann besta. En þegar ég horfi á meistaraflokkinn minn snýst það við. Athyglin fer á þann versta. Þennan sem tikkar ekki í takt við liðið. Sem gerir mikið af mistökum og skilur ekki leikinn jafn vel og hinir.“ 14. maí 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta „Þegar ég klára vil ég vita að ég hefði ekki getað farið lengra. Að ég eigi ekkert eftir“. Ég var að ræða við afreksíþróttakonu í ofurhlaupum. Hún hafði byrjað í íþróttinni því hana vantaði áskorun og hafði hingað til hlaupið á gleðinni og eigin metnaði. 28. maí 2025 11:30 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Melsungen tapaði toppslagnum „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Sjá meira
Hún hafði komið sjálfri sér á óvart og var allt í einu komin í fremstu röð. Hún var valin á fullorðinsaldri í úrvalshóp í íþróttum í fyrsta sinn og þá var komin alvara og pressa. Áður en við myndum hefja samstarf varð ég að fá á hreint hvað þetta þýddi. Ofurhlaup ganga út á að þátttakendur ganga fram af líkama og sál og sá sem þolir mesta álagið stendur uppi sem sigurvegari. Þau sem leggja af stað í þessa áskorun missa ekki einungis nokkrar táneglur heldur böðlast á vöðvum, liðum og hormónakerfi þannig að oft sér verulega á um nokkurt skeið eftir hlaupin. Glímt við niðurgang og uppköst Á meðan keppni stendur lendir stór hluti hlaupara í því að berjast við niðurgang, uppköst og bólgur og upplifir gríðarlegt álag á ónæmiskerfið, hjarta og æðakerfi. Þar sem ekki er leyft að sofa í slíkum hlaupum hefur þreyta áhrif á heilastarfsemi og því geta fylgt skapsveiflur, ofsjónir eða depurð. Líkurnar á öllu ofangreindur aukast ef manni gengur vel. Hvað átti hún við með að vilja ekki eiga neitt inni í lokin? Þegar afreksfólk er spurt hvað rekur það áfram svara margir að þarna sé fjall og það þurfi að klifra það. Í fyrri pistli var fjallað um landsliðsmenn sem leika sér sem börn og unglingar og hvernig íþróttin verður hluti af sjálfsmynd þeirra í gegnum sjálfshvöt, tengsl og velgengni. Á frammistöðustiginu er hluti þeirra orðið afreksfólk sem brennur fyrir að klífa fjöll sem venjulegt fólk myndi aðeins dást að úr fjarska. Afreksíþróttir kosta pening En eins og í alvöru fjallgöngum eru gildrur á leiðinni og afreksíþróttir eiga sínar dökku hliðar. Ein tengist hagfræðilegri hugsun og tungutaki sem umlykur afreksíþróttirnar og mótar hvernig við flytjum fréttir af þeim og tölum um þær. Afreksíþróttir kosta pening og í sumum tilfellum er hægt að græða pening á þeim. Þannig er ítrekað talað um hvers virði íþróttafólk er og hver laun þeirra eru sem mælikvarða á árangur þeirra og velgengni. Íþróttir barna og unglinga leggja áherslu á forvarnir og ábyrgt uppeldi. Eigendur afreksíþróttaliða leggja hins vegar mesta áherslu á peninga og eru víðast til í að selja aðdáendum sínum hvað sem er til að græða meira. Það kostar jú að vera samkeppnishæfur. Seðill umfram tækifæri Aðdáendur eiga oft erfitt með að skilja að íþróttafólk velji seðil umfram tækifæri til að vinna titla en það er kaldur veruleiki toppíþrótta og launin trompa hitt í mörgum tilvikum. Sumir geta efnast mjög í þessum heimi en þá getur samanburður við aðra orðið til þess að það sé aldrei nóg. Það er erfitt að lá íþróttafólki að grípa tækifærin þar sem þau eru en það eru margir um hituna. Víða er gengið á sjálfræði fólks því vinnuveitendur hafa mikið rými til að geta selt þau, skipt á þeim eða látið þau róa sýnist þeim svo. Og í þessum heimi sem víðar hallar verulega á konur. Íþróttafólk sett í ómögulega stöðu Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir átti von á sínu fyrsta barni ákvað besta knattspyrnufélag í heimi einhliða að hætta að greiða henni laun samkvæmt samningi. Íþróttafólk sem fær ekki borgað er sett í ómögulega stöðu því það getur átt hættu á að missa réttindi sín ef það mætir ekki í vinnuna í mótmælaskyni. Afreksíþróttir gera kröfur til þeirra sem þar starfa að þær eiga að ganga fyrir öllu öðru. Þjálfarar hjá San Francisco 49ers mæta við fyrsta hanagal til vinnu og keppast við að vera síðastir heim. „Allir hinir í öllum hinum liðunum eru alltaf í vinnunni. Þess vegna verðum við að vera það líka“. Þegar íslenskir þjálfarar í Kína vildu gefa leikmönnum sínum fjögurra daga frí sagðist yfirmaðurinn samþykkur en varaði við að ef úrslitin yrðu slæm yrði fríið notað gegn þeim. Þjálfarar í unglingaliðum út um allan heim segja unglingum að íþróttirnar verða að vera allt um lykjandi í þeirra lífi og að þau þurfi að vera íþróttafólk 24/7. Mega leikmenn fara á fæðingardeildina? Þegar Sarunas Jasikevicius, þjálfari körfuboltaliðsins Zalgiris Kaunas, svaraði blaðamanni að aðalframherji hans væri ekki á leikskýrslu því hann væri viðstaddur fæðingu dóttur sinnar, vakti það slíka athygli að það mun lifa um ómunatíð á internetinu. Hvar er forgangsröðunin spurði blaðamaðurinn? Hann hefði verið ánægður með Mauricio Sarri sem hringdi á fæðingadeildina og sagði nýbökuðum föður Khalidou Koulibaly að hann þyrfti á honum að halda í mikilvægum leik um kvöldið. Þegar Koulibaly mætti uppgötvaði hann að hann væri aldrei þessu vant ekki í byrjunarliðinu. Sarri þurfti á honum að halda á bekkinn. Að temja sér hugarfarið að leggja sig fram sama hvað það kostar drífur marga áfram, til að ná árangri, setja heimsmet og vinna gull. En það kemur auðvitað á kostnað annara þátta. Eins og þegar lagt er upp á hæstu fjöll heims er fólk oft að dansa kringum alls konar mörk sem geta haft slæmar afleiðingar. „Ef leikmaður meiðist aldrei alvarlega, getum við þá nokkuð sagt að hann hafi reynt að ná hinu allra mesta út úr sér?“, sagði evrópskur knattspyrnuþjálfari mér þegar við vorum að ræða um fjórtán ára unglinga. Dökku hliðarnar eru víða Þetta er kallað dökku hliðar afrekshugarfars (dark side of mental toughness) og eins og í öðrum afkimum lífsins þar sem eru peningar, frægð og frami í boði má einnig finna greiðar leiðir fyrir fólk sem er haldið einkennum siðblindu, sjálfhverfu eða Makkíavellisma. Innan jafn ólíkra stofnanna eins og Fimleikasambands Bandaríkjanna, Sundsambands Danmerkur, Ólympíusambands Bretlands, Atvinnumannadeildar kvenna í knattspyrnu í Bandaríkjunum (NWSL) og Nike-hlaupabúðanna i Oregon hafa hlutir á borð við ofbeldismenningu, eineltismenningu eða eitraða menningu fengið að grassera þar til að fórnarlömb stigu fram. Þá var hafist handa við að rannsaka og taka til í þessum stofnunum en eftir situr að alls staðar sat fólk sem hafði verið áhorfendur innan menningarinnar og sagðist alltaf hafa vitað af þessu. Það vildi bara enginn rugga bátnum því það var verið að vinna í átt að árangri. Íslendingar búa við forréttindi Þegar stigið er inn í þennan heim þarf að gæta þess að fólk hafi sjálfræði og öruggt bakland. Margar konur í svipaðri stöðu og Sara Björk Gunnarsdóttir lenti í hafa ekki haft baklandið hennar, aðstöðu né skapgerð til að standa upp gegn eitruðu kerfi. Almennt búa Íslendingar við mikil forréttindi sem felast í því að geta snúið sér að einhverju öðru ef hlutirnir fara illa. Við höfum átt menntakerfi, heilbrigðiskerfi og samfélagslegt öryggisnet sem veitir fólki frelsi til að elta drauma sína. Það eru ekki allir svo heppnir og þurfa því að búa við skert sjálfræði þar sem það hefur minni stjórn á eigin örlögum. FIFA setti fyrir rúmlega tuttugu árum reglur sem takmarka félagsskipti barna milli landa þar sem félagslið og umboðsmenn voru að taka börn að heiman úr viðkvæmum aðstæðum. Það var gert í þeirri von að græða á þeim ef þau kæmust í gegn um síuna. Svo voru þau mörg skilin bókstaflega eftir á götunni ef það gekk ekki upp. Slíkt viðgengst sums staðar enn þá og eru konur í atvinnuíþróttum sérstaklega viðkvæmar því eftirlit og regluverk er veikara þeim megin og skýr umönnunarskylda íþróttafélaga almennt skammt á veg komin. Látið reyna á endamörk alheimsins Ofurhlauparinn náði bæði að bæta eigið persónulegt met og að hætta áður en hún átti ekkert eftir. Að eigin sögn byggði sjálfsmynd hennar mikið á því að vera afreksíþróttakona en hún átti aðra hluti í sínu lífi sem skiptu meira máli. Hún hljóp á sínum eigin forsendum og skaðaði sig ekki þannig að hún yrði fyrir óbætanlegu tjóni. Það skiptir öllu máli, sjálfræði og stjórn á eigin framgöngu. Eins og maður stekkur yfirleitt ekki út úr flugvél án fallhlífar eða leggur af stað á Everest án súrefnis og úlpu, skiptir máli að þeim sem láta reyna á endamörk alheimsins sé tryggt að geta snúið til baka. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið „Þegar ég horfi á yngri flokkana fer athygli mín ósjálfrátt á þann besta. En þegar ég horfi á meistaraflokkinn minn snýst það við. Athyglin fer á þann versta. Þennan sem tikkar ekki í takt við liðið. Sem gerir mikið af mistökum og skilur ekki leikinn jafn vel og hinir.“ 14. maí 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta „Þegar ég klára vil ég vita að ég hefði ekki getað farið lengra. Að ég eigi ekkert eftir“. Ég var að ræða við afreksíþróttakonu í ofurhlaupum. Hún hafði byrjað í íþróttinni því hana vantaði áskorun og hafði hingað til hlaupið á gleðinni og eigin metnaði. 28. maí 2025 11:30 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Melsungen tapaði toppslagnum „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31
Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið „Þegar ég horfi á yngri flokkana fer athygli mín ósjálfrátt á þann besta. En þegar ég horfi á meistaraflokkinn minn snýst það við. Athyglin fer á þann versta. Þennan sem tikkar ekki í takt við liðið. Sem gerir mikið af mistökum og skilur ekki leikinn jafn vel og hinir.“ 14. maí 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta „Þegar ég klára vil ég vita að ég hefði ekki getað farið lengra. Að ég eigi ekkert eftir“. Ég var að ræða við afreksíþróttakonu í ofurhlaupum. Hún hafði byrjað í íþróttinni því hana vantaði áskorun og hafði hingað til hlaupið á gleðinni og eigin metnaði. 28. maí 2025 11:30