Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 06:32 Það komst upp um svindl Norðmanna í skíðastökki og það hefur kallað á breytingu á eftirlitskerfi Alþjóða skíðasambandsins. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld. Getty/Augustin Authamayou Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit. Skíðaíþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit.
Skíðaíþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira