Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Ólafur Adolfsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur. Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur.
Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira