Mamma er gulur góð einkunn? Díana Dögg Víglundsdóttir skrifar 7. júní 2025 10:01 Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar