„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 12:08 Þorgerður Katrín segir Dani stíga jákvætt skref. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent