Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 12:00 Alma Möller vill hafa nikótínpúða bragðlausa og í ljótum umbúðum. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu. Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira