Féll í hálku í sundi og fær bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 18:23 Borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda í héraði en bótaskylda í Landsrétti. Reykjavíkurborg Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð.
Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira