Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. júní 2025 08:02 Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun