„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 23. júní 2025 20:59 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira