Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Monika Margrét Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2025 13:31 Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun