Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2025 14:32 Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun