Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2025 14:32 Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun