„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:16 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðun Arctic Fish um flutning fóðurstöðvar verði tekin til baka. Vísir/Vilhelm/Anton Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent