Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun