Englendingar hrukku heldur betur í gang

Siggeir Ævarsson skrifar
Georgia Stanway fagnar marki sínu í dag með miklum tilþrifum
Georgia Stanway fagnar marki sínu í dag með miklum tilþrifum Vísir/Getty

England og Holland áttust við annarri umferð D-riðils á EM kvenna í fótbolta í dag þar sem England varð að vinna til að halda vonum um sæti í 8-liða úrslitum á lífi.

Það er skemmst frá því að segja að Englendingar höfðu algjöra yfirburði í leiknum og 4-0 sigurinn var síst of stór. Hollendingar sáu hreinlega aldrei til sólar og sköpuðu ekki eitt einasta alvöru færi allan leikinn.

Enska liðið komst í 2-0 fyrir hálfleik en það var Alessia Russo sem lagði upp bæði mörkin. Fyrir leikinn í dag hafði Holland aldrei fengið á sig meira en tvö mörk á stórmóti í þeim 35 leikjum sem liðið hafði leikið. 

Það breyttist í seinni hálfleik þegar Lauren James skoraði sitt annað mark á 60. mínútu en varnarlína Hollands var algjörlega á hælunum í aðdraganda marksins. Ella Toone innsiglaði svo sigur Englands skömmu síðar en mörk Englendinga hefðu hæglega getað orðið fleiri.

Með sigrinum skjótast Englendingar tímabundið á topp riðilsins með þrjú stig líkt og Frakkland og Holland. Frakkland mætir Wales núna klukkan 19:00 og munu línurnar í riðlinum væntanlega skýrast eitthvað eftir þann leik en Wales er eina liðið í riðlinum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira