„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2025 11:54 Guðlaugur Þór segir daginn dimman dag í sögu Alþingis. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira