Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 17:47 Óli Valur í leik gegn KR á dögunum. Vísir/Diego Breiðablik mátti þola 0-1 tap í síðari leik liðsins gegn Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lech Poznan vinnur einvígið 8-1 samanlagt. Leikur kvöldsins bar þess merki að einvígið væri í raun og veru búið áður en flautað var til leiks í kvöld. Gestirnir héldu vel í boltann á stórum köflum, en ógnuðu marki Breiðabliks lítið sem ekkert. Blikar áttu þó sín augnablik í fyrri hálfleiknum og Aron Bjarnason var hársbreidd frá því að brjóta ísinn á 17. mínútu þegar skot hans hafnaði í stönginni. Aron átti þó ekki eftir að gera mikið meira í leiknum því hann fór meiddur af velli stuttu síðar. Það voru hins vegar gestirnir sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar þeir nýttu sér vandræðagang í öftustu línu Blika. Há pressa Lech Poznan skilaði þeim boltanum inni í markteig sem endaði með því að Filip Szymczak lagði hann út á fyrirliðann Mikael Ishak sem skilaði honum í autt netið þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Reyndist það eina markið fyrir hlé og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Ágúst Orri Þorsteinsson kom inn af bekknum hjá Blikum í hálfleik og hann hleypti lífi í leikinn. Fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins náði Breiðablik að ógna marki gestanna, án þess þó að láta reyna of mikið á Bartosz Mrozek, markvörð Lech Poznan. Eftir það komst hins vegar meira jafnvægi á leikinn á ný og gestirnir fóru að halda boltanum vel, líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Í raun var fátt um fína drætti síðustu tuttugu mínúturnar eða svo og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Niðurstaðan varð því að lokum 0-1 sigur Lech Poznan, sem fer áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Rauðu stjörnunni frá Belgrad, en Blikar fara niður í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu. Atvik leiksins Ekki mörg atvik að velja úr í kvöld. Yfirleitt er talað um að mörk breyti leikjum, en markið sem skorað var í kvöld breytti litlu sem engu. Það er engu að síður atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Ágúst Orri kom inn af miklum krafti og Blikar ógnuðu marki gestanna nokkrum sinnum eftir að hann kom inn af bekknum. Gabríel Snær Hallson átti einnig góðan leik í bakverðinum. Þá er fyrirliði gestanna, Mikael Ishak, er hins vegar stjarna einvígisins. Mark í kvöld og þrenna í fyrri leiknum frá honum. Uppspil Blika úr öftustu línu er svo skúrkurinn. Blikar létu grípa sig í bólinu í fyrri hálfleik sem varð til þess að Lech Poznan skoraði eina mark leiksins. Dómarinn Adam Ladebäck og sænska dómarateymið hans fékk heldur einfalt verkefni í kvöld. Seinni leikurinn í einvígi sem var búið áður en flautað var til leiks í kvöld bauð ekki upp á mikinn hita og Svíarnir komust vel frá sínu, sem og VAR-herbergið frá Hollandi. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á Kópavogsvöll í kvöld þrátt fyrir erfiða stöðu Blika í einvíginu. Hins vegar er ekki beint hægt að segja að það hafi verið rífandi stemning í stúkunni og í raun og veru létu pólskir stuðningsmenn Lech Poznan meira í sér heyra en stuðningsmenn Blika. Umgjörðin var hins vegar upp á tíu eins og svo oft á Kópavogsvelli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti
Breiðablik mátti þola 0-1 tap í síðari leik liðsins gegn Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lech Poznan vinnur einvígið 8-1 samanlagt. Leikur kvöldsins bar þess merki að einvígið væri í raun og veru búið áður en flautað var til leiks í kvöld. Gestirnir héldu vel í boltann á stórum köflum, en ógnuðu marki Breiðabliks lítið sem ekkert. Blikar áttu þó sín augnablik í fyrri hálfleiknum og Aron Bjarnason var hársbreidd frá því að brjóta ísinn á 17. mínútu þegar skot hans hafnaði í stönginni. Aron átti þó ekki eftir að gera mikið meira í leiknum því hann fór meiddur af velli stuttu síðar. Það voru hins vegar gestirnir sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar þeir nýttu sér vandræðagang í öftustu línu Blika. Há pressa Lech Poznan skilaði þeim boltanum inni í markteig sem endaði með því að Filip Szymczak lagði hann út á fyrirliðann Mikael Ishak sem skilaði honum í autt netið þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Reyndist það eina markið fyrir hlé og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Ágúst Orri Þorsteinsson kom inn af bekknum hjá Blikum í hálfleik og hann hleypti lífi í leikinn. Fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins náði Breiðablik að ógna marki gestanna, án þess þó að láta reyna of mikið á Bartosz Mrozek, markvörð Lech Poznan. Eftir það komst hins vegar meira jafnvægi á leikinn á ný og gestirnir fóru að halda boltanum vel, líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Í raun var fátt um fína drætti síðustu tuttugu mínúturnar eða svo og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Niðurstaðan varð því að lokum 0-1 sigur Lech Poznan, sem fer áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Rauðu stjörnunni frá Belgrad, en Blikar fara niður í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu. Atvik leiksins Ekki mörg atvik að velja úr í kvöld. Yfirleitt er talað um að mörk breyti leikjum, en markið sem skorað var í kvöld breytti litlu sem engu. Það er engu að síður atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Ágúst Orri kom inn af miklum krafti og Blikar ógnuðu marki gestanna nokkrum sinnum eftir að hann kom inn af bekknum. Gabríel Snær Hallson átti einnig góðan leik í bakverðinum. Þá er fyrirliði gestanna, Mikael Ishak, er hins vegar stjarna einvígisins. Mark í kvöld og þrenna í fyrri leiknum frá honum. Uppspil Blika úr öftustu línu er svo skúrkurinn. Blikar létu grípa sig í bólinu í fyrri hálfleik sem varð til þess að Lech Poznan skoraði eina mark leiksins. Dómarinn Adam Ladebäck og sænska dómarateymið hans fékk heldur einfalt verkefni í kvöld. Seinni leikurinn í einvígi sem var búið áður en flautað var til leiks í kvöld bauð ekki upp á mikinn hita og Svíarnir komust vel frá sínu, sem og VAR-herbergið frá Hollandi. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á Kópavogsvöll í kvöld þrátt fyrir erfiða stöðu Blika í einvíginu. Hins vegar er ekki beint hægt að segja að það hafi verið rífandi stemning í stúkunni og í raun og veru létu pólskir stuðningsmenn Lech Poznan meira í sér heyra en stuðningsmenn Blika. Umgjörðin var hins vegar upp á tíu eins og svo oft á Kópavogsvelli.