Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Árni Jóhannsson skrifar 14. ágúst 2025 19:25 vísir/Diego Breiðablik tapaði seinni leiknum gegn Zrinskij Mostar 1-2 og einvíginu samanlagt 2-3. Blikarnir eru því úr leik í Evrópudeildinni en eru á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Leikurinn byrjaði á því að bæði lið voru að þreifa á hvort öðru en það virtist ætla vera að Blikar myndu ætla sér að reyna að sprengja upp völlinn og Mostar myndi halda boltanum meira. Ógæfan dundi svo yfir lið Blika strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Nemanja Bilbija kom gestunum yfir. Boltinn barst út á vinstri kantinn og náði Antonio Ivancic að senda fastan bolta fyrir. Bilbija fékk, að því er virðist, boltann í lærið og þaðan lak boltinn í netið. Anton Ari reiknaði væntanlega ekki með því að þetta yrði niðurstaðan og náði ekki að fleygja sér nógu hratt í hornið til að bjarga því sem bjargað varð. Staðan orðin 0-1 fyrir gestina og verkefnið varð erfiðara fyrir vikið. Nemanja Bilbija, annar frá hægri, skoraði fyrra gestanna.Vísir / Ernir Eyjólfsson Leikurinn varð svo hvort fugl né fiskur og töluðu bæði Damir Muminovic og Halldór Árnason um það í viðtölum að bæði lið hafi átt lélegan leik. Það sem vantaði upp á hjá Blikum var að sendingar sem aflæstu vörn Mostar og fyrirgjafir yrðu betri. Blikar áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik og gestirnir tvær. Staðan 0-1 í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir niður í seinni hálfleik þegar Mostar var komið í 0-2 og aftur var markið algjör óheppni. Mostar fékk hornspyrnu þegar 35 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik og var boltinn sendur á nærstöngina. Þar stökk Valgeir Valgeirsson upp og virtist misreikna boltann því það virtist vera eins og að hann hafi fengið boltanní hausinn og þaðan fór hann í boga yfir Anton í markinu og í fjærhornið. Mark staðreynd og Blikar í brekkur en nægur tími samt eftir en heimamenn þurftu þá að ná upp gæðum í sínum leik til að reyna í það minnsta að jafna metin. Tobias Thomsen fékk úr litlu að moða lengi vel en þurfti að standa í slagsmálum.Vísir / Ernir Eyjólfsson Vonarglæta á 59. mínútu Blikar fóru að hafa boltann meira og sköpuðu sér horn og aukaspyrnur sem fóru því miður forgörðum. Á 59. mínútu hinsvegar fengu þeir vítaspyrnu þegar Viktor Karl Einarsson var sparkaður niður við vítapunktinn. Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, axlaði ábyrgðina og sendi boltann beint í netið. Engin mistök gerð þarna og vonin óx í brjósti þeirra grænklæddu. Höskuldur Gunnlaugsson færði sínum mönnum von en allt kom fyrir ekki.Vísir / Ernir Eyjólfsson Gerðar voru breytingar og t.a.m. kom Kristinn Steindórsson inn á. Hann átti eftir að fá tvö góð skotfæri þar sem maður hefði ekki treyst neinum betur en Kristni að koma boltanum í netið. Allt kom fyrir ekki og í fyrra skiptið varði Gora Karacic virkilega vel og hélt sínum mönnum á lífi í þessum leik. Breiðablik bankaði fast á dyrnar í seinni hálfleik en enginn kom til dyra því miður. Arnór Gauti Jónsson, sem hafði komið inn á á 60. mínútu nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt og leikurinn fjaraði út. Lokaniðurstaðan 2-3 fyrir Zrinjski Mostar og þeir eru á leiðinni í umspil um að komast í deildarkeppni Evrópudeildar UEFA. Anton Ari gat voðalega lítið gert í mörkunum en þurfti annars lítið að gera.Vísir / Ernir Eyjólfsson Breiðablik fer í umspil um að komast í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Virtus er marki undir í einvíginu en seinni leiknum lýkur um klukkan níu. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins verður fyrir valinu hér. Það var tilhlökkun í Blikum enda staðan góð eftir fyrri leikinn og von um að tryggja sér Evrópufótbolta í allan vetur var til staðar. Blikum var hinsvegar kippt niður á jörðina mjög harkalega og litaði það restina af leiknum. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að velja stjörnur í þessum leik. Hann var gæðalítill að miklu leyti. Heilldísirnar eru líklega skúrkarnir að mati Blika en þeir geta að einhverju leyti sjálfum sér um kennt en fyrirgjafir voru t.d. mjög slappar of stóran hluta af leiknum. Umgjörð og stemmning Umgjörð þessa leiks var frábær. Stemmningin líka góð og 1302 áhorfendur gerðu vel í að halda henni gangandi. Blikar létu ekki deigan síga í stúkunni og stuðningsmenn Mostar settu lit sinn á leikinn. Dómarinn Hinn gríski Anastasios Papapetrou viðhélt skrýtinni línu en hvorugt liðið, fannst mér, græða eða tapa á því. Hann hafði mjög gaman hinsvegar að spjalla við leikmenn þegar blásið var í flautuna og hjálpaði það ekki til við að bæta álitið á honum. Gríska dómaranum fannst ekki leiðinlegt að spjalla við leikmenn.Vísir / Ernir Eyjólfsson Evrópudeild UEFA Breiðablik
Breiðablik tapaði seinni leiknum gegn Zrinskij Mostar 1-2 og einvíginu samanlagt 2-3. Blikarnir eru því úr leik í Evrópudeildinni en eru á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Leikurinn byrjaði á því að bæði lið voru að þreifa á hvort öðru en það virtist ætla vera að Blikar myndu ætla sér að reyna að sprengja upp völlinn og Mostar myndi halda boltanum meira. Ógæfan dundi svo yfir lið Blika strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Nemanja Bilbija kom gestunum yfir. Boltinn barst út á vinstri kantinn og náði Antonio Ivancic að senda fastan bolta fyrir. Bilbija fékk, að því er virðist, boltann í lærið og þaðan lak boltinn í netið. Anton Ari reiknaði væntanlega ekki með því að þetta yrði niðurstaðan og náði ekki að fleygja sér nógu hratt í hornið til að bjarga því sem bjargað varð. Staðan orðin 0-1 fyrir gestina og verkefnið varð erfiðara fyrir vikið. Nemanja Bilbija, annar frá hægri, skoraði fyrra gestanna.Vísir / Ernir Eyjólfsson Leikurinn varð svo hvort fugl né fiskur og töluðu bæði Damir Muminovic og Halldór Árnason um það í viðtölum að bæði lið hafi átt lélegan leik. Það sem vantaði upp á hjá Blikum var að sendingar sem aflæstu vörn Mostar og fyrirgjafir yrðu betri. Blikar áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik og gestirnir tvær. Staðan 0-1 í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir niður í seinni hálfleik þegar Mostar var komið í 0-2 og aftur var markið algjör óheppni. Mostar fékk hornspyrnu þegar 35 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik og var boltinn sendur á nærstöngina. Þar stökk Valgeir Valgeirsson upp og virtist misreikna boltann því það virtist vera eins og að hann hafi fengið boltanní hausinn og þaðan fór hann í boga yfir Anton í markinu og í fjærhornið. Mark staðreynd og Blikar í brekkur en nægur tími samt eftir en heimamenn þurftu þá að ná upp gæðum í sínum leik til að reyna í það minnsta að jafna metin. Tobias Thomsen fékk úr litlu að moða lengi vel en þurfti að standa í slagsmálum.Vísir / Ernir Eyjólfsson Vonarglæta á 59. mínútu Blikar fóru að hafa boltann meira og sköpuðu sér horn og aukaspyrnur sem fóru því miður forgörðum. Á 59. mínútu hinsvegar fengu þeir vítaspyrnu þegar Viktor Karl Einarsson var sparkaður niður við vítapunktinn. Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, axlaði ábyrgðina og sendi boltann beint í netið. Engin mistök gerð þarna og vonin óx í brjósti þeirra grænklæddu. Höskuldur Gunnlaugsson færði sínum mönnum von en allt kom fyrir ekki.Vísir / Ernir Eyjólfsson Gerðar voru breytingar og t.a.m. kom Kristinn Steindórsson inn á. Hann átti eftir að fá tvö góð skotfæri þar sem maður hefði ekki treyst neinum betur en Kristni að koma boltanum í netið. Allt kom fyrir ekki og í fyrra skiptið varði Gora Karacic virkilega vel og hélt sínum mönnum á lífi í þessum leik. Breiðablik bankaði fast á dyrnar í seinni hálfleik en enginn kom til dyra því miður. Arnór Gauti Jónsson, sem hafði komið inn á á 60. mínútu nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt og leikurinn fjaraði út. Lokaniðurstaðan 2-3 fyrir Zrinjski Mostar og þeir eru á leiðinni í umspil um að komast í deildarkeppni Evrópudeildar UEFA. Anton Ari gat voðalega lítið gert í mörkunum en þurfti annars lítið að gera.Vísir / Ernir Eyjólfsson Breiðablik fer í umspil um að komast í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Virtus er marki undir í einvíginu en seinni leiknum lýkur um klukkan níu. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins verður fyrir valinu hér. Það var tilhlökkun í Blikum enda staðan góð eftir fyrri leikinn og von um að tryggja sér Evrópufótbolta í allan vetur var til staðar. Blikum var hinsvegar kippt niður á jörðina mjög harkalega og litaði það restina af leiknum. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að velja stjörnur í þessum leik. Hann var gæðalítill að miklu leyti. Heilldísirnar eru líklega skúrkarnir að mati Blika en þeir geta að einhverju leyti sjálfum sér um kennt en fyrirgjafir voru t.d. mjög slappar of stóran hluta af leiknum. Umgjörð og stemmning Umgjörð þessa leiks var frábær. Stemmningin líka góð og 1302 áhorfendur gerðu vel í að halda henni gangandi. Blikar létu ekki deigan síga í stúkunni og stuðningsmenn Mostar settu lit sinn á leikinn. Dómarinn Hinn gríski Anastasios Papapetrou viðhélt skrýtinni línu en hvorugt liðið, fannst mér, græða eða tapa á því. Hann hafði mjög gaman hinsvegar að spjalla við leikmenn þegar blásið var í flautuna og hjálpaði það ekki til við að bæta álitið á honum. Gríska dómaranum fannst ekki leiðinlegt að spjalla við leikmenn.Vísir / Ernir Eyjólfsson
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti