Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2025 07:48 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema lög um orlof húsmæðra. Vísir/Vilhelm Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra hefur verið lagt fram í tíunda sinn. Flutningsmenn að þessu sinni eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira