Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 20. september 2025 08:32 Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun