Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Chelsea á Brúnni í kvöld og hér fagna Chelsea menn markið Moises Caicedo.
Það var gaman hjá Chelsea á Brúnni í kvöld og hér fagna Chelsea menn markið Moises Caicedo. EPA/TOLGA AKMEN

Chelsea fór illa með hollenska liðið Ajax í Meistaradeildinni í kvöld og vann 5-1 stórsigur.

Ajax missti mann af velli með rautt spjald strax á fimmtándu mínútu og eftir það var róðurinn afar þungur fyrir hollenska liðið.

Chelsea komst í 2-0 með mörkum Marc Guiu og Moisés Caicedo en Wout Weghorst minnkaði muninn úr víti á 33. mínútu.

Chelsea fékk síðan tvö víti undir lok fyrri hálfleiks. Enzo Fernández skoraði úr því fyrra en unglingurinn Estevao úr því síðara.

Chelsea var því 4-1 yfir í hálfleik og komst síðan í 5-1 með marki Tyrique George eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni. George hafði komið inn á sem varamaður í hálfleiknum.

Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð í Meistaradeildinni eftir tap í fyrsta leik en Ajax-menn hafa aftur á móti tapað öllum sínum leikjum til þessa.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira