Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar 11. desember 2025 07:30 Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun