Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2026 09:09 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afstöðu sína skýra í dag. Hún hræðist á sama tíma ekki þjóð sína. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. „Ég hræðist ekki þjóð mína, en ég sé enga ástæðu til að keyra landið inn í efnahagsumhverfi sem er lakara en okkar. Og ef það er eitthvað sem er eitur í mínum beinum, þá er það miðstýring og forsjárhyggja,“ segir hún í svari til Dags á Facebook-síðu hans en þar hafði hann rifjað upp, í grein í Morgunblaðinu, tólf ára gamalt viðtal við Guðrúnu þar sem hún sagðist hlynnt því að þjóðin fengi að segja sína skoðun á aðildarviðræðunum. Dagur rifjaði upp þetta viðtal við Guðrúnu í tímaritinu Frjálsrar verslunar árið 2014 þar sem hún sagðist styðja aðildarviðræður. Frjáls verslun/timarit.is Guðrún bendir á í svari sínu að þegar viðtalið var tekið hafi hún verið nýtekin við sem formaður Samtaka iðnaðarins og að viðræður hafi enn staðið yfir við Evrópusambandið. „Ég verð að viðurkenna að það eru heldur fátækleg rök þegar grafið er upp tólf ára gamalt viðtal til að skýra afstöðu mína í dag. Þarna var ég nýtekin við sem formaður Samtaka iðnaðarins, viðræður stóðu enn yfir, þjóðin var enn í áfalli eftir hrun og umræðan var í allt öðrum farvegi. Þá taldi ég eðlilegt að þjóðin fengi að segja sitt, enda voru skiptar skoðanir innan atvinnulífsins,“ segir Guðrún um þetta í svari sínu. Framsókn hræðist ekki atkvæðagreiðslu Tilefni upprifjunarinnar var grein sem Dagur skrifaði í Morgunblaðið í gær um framtíð aðildarviðræðna að Evrópusambandinu. Þar rifjaði hann upp að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi á sínum tíma verið hlynnt viðræðum og telur tilefni til að standa við þau loforð sem hafi verið gefin þá. Í færslunni, þar sem hann deilir greininni, fjallar hann svo einnig um það að hann hafi á mánudag verið gestur Silfursins á RÚV þar sem hann ræddi viðræðurnar ásamt Jens Garðari Helgasyni, varaformanni og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Maríu Rut Kristinsdóttur, þingkonu Viðreisnar, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni og þingmanni Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi lætur af störfum sem formaður flokksins um miðjan næsta mánuð þegar flokkurinn kýs sér nýjan formann. Vísir/Anton Brink Í þættinum sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn hræðist ekki þjóðina eða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Hann sagði nauðsynlegt að spyrja hvort fólk ætlaði að ganga í sambandið því við tækju við aðlögunarviðræður, um kosti og galla. Það væru ýmsir gallar á þessu og það þyrfti að ræða þá heiðarlega. Jens Garðar var á öðrum nótum og sagði þetta ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður. Hann sagði að frekar ætti að spyrja fólk um það hvort það vilji ganga í Evrópusambandið. María Rut tilheyrir Viðreisn sem styður aðild að Evrópusambandinu og hún sagði í þættinum nauðsynlegt að leiða þetta mál til lykta og því væri hún hlynnt því að atkvæðagreiðsla færi fram sem fyrst. Í grein sinni í Morgunblaðinu fór Dagur yfir stöðuna hvað varðar Evrópumálin. Kristrún Frostadóttir hafi sagt í viðtali við Morgunblaðið á árinu að rétti tíminn væri runninn upp til að hefja umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lýst því yfir að hún styðji slíka atkvæðagreiðslu en að hún styðji ekki aðild. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýst því yfir að hún muni á vorþingi leggja fram þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Þjóðin hlynnt viðræðum Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að slík atkvæðagreiðsla ætti að fara fram ekki síðar en 2027. Í byrjun janúar kom fram að samkvæmt könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið. Könnunin var gerð í desember. Í tilefni af þessari könnun var rætt við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Í viðtali sagði hann líklegt að afstaða fólks væri að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Gera mætti ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. 13. janúar 2026 12:00 Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. 12. janúar 2026 13:09 „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. 11. janúar 2026 16:33 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Ég hræðist ekki þjóð mína, en ég sé enga ástæðu til að keyra landið inn í efnahagsumhverfi sem er lakara en okkar. Og ef það er eitthvað sem er eitur í mínum beinum, þá er það miðstýring og forsjárhyggja,“ segir hún í svari til Dags á Facebook-síðu hans en þar hafði hann rifjað upp, í grein í Morgunblaðinu, tólf ára gamalt viðtal við Guðrúnu þar sem hún sagðist hlynnt því að þjóðin fengi að segja sína skoðun á aðildarviðræðunum. Dagur rifjaði upp þetta viðtal við Guðrúnu í tímaritinu Frjálsrar verslunar árið 2014 þar sem hún sagðist styðja aðildarviðræður. Frjáls verslun/timarit.is Guðrún bendir á í svari sínu að þegar viðtalið var tekið hafi hún verið nýtekin við sem formaður Samtaka iðnaðarins og að viðræður hafi enn staðið yfir við Evrópusambandið. „Ég verð að viðurkenna að það eru heldur fátækleg rök þegar grafið er upp tólf ára gamalt viðtal til að skýra afstöðu mína í dag. Þarna var ég nýtekin við sem formaður Samtaka iðnaðarins, viðræður stóðu enn yfir, þjóðin var enn í áfalli eftir hrun og umræðan var í allt öðrum farvegi. Þá taldi ég eðlilegt að þjóðin fengi að segja sitt, enda voru skiptar skoðanir innan atvinnulífsins,“ segir Guðrún um þetta í svari sínu. Framsókn hræðist ekki atkvæðagreiðslu Tilefni upprifjunarinnar var grein sem Dagur skrifaði í Morgunblaðið í gær um framtíð aðildarviðræðna að Evrópusambandinu. Þar rifjaði hann upp að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi á sínum tíma verið hlynnt viðræðum og telur tilefni til að standa við þau loforð sem hafi verið gefin þá. Í færslunni, þar sem hann deilir greininni, fjallar hann svo einnig um það að hann hafi á mánudag verið gestur Silfursins á RÚV þar sem hann ræddi viðræðurnar ásamt Jens Garðari Helgasyni, varaformanni og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Maríu Rut Kristinsdóttur, þingkonu Viðreisnar, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni og þingmanni Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi lætur af störfum sem formaður flokksins um miðjan næsta mánuð þegar flokkurinn kýs sér nýjan formann. Vísir/Anton Brink Í þættinum sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn hræðist ekki þjóðina eða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Hann sagði nauðsynlegt að spyrja hvort fólk ætlaði að ganga í sambandið því við tækju við aðlögunarviðræður, um kosti og galla. Það væru ýmsir gallar á þessu og það þyrfti að ræða þá heiðarlega. Jens Garðar var á öðrum nótum og sagði þetta ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður. Hann sagði að frekar ætti að spyrja fólk um það hvort það vilji ganga í Evrópusambandið. María Rut tilheyrir Viðreisn sem styður aðild að Evrópusambandinu og hún sagði í þættinum nauðsynlegt að leiða þetta mál til lykta og því væri hún hlynnt því að atkvæðagreiðsla færi fram sem fyrst. Í grein sinni í Morgunblaðinu fór Dagur yfir stöðuna hvað varðar Evrópumálin. Kristrún Frostadóttir hafi sagt í viðtali við Morgunblaðið á árinu að rétti tíminn væri runninn upp til að hefja umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lýst því yfir að hún styðji slíka atkvæðagreiðslu en að hún styðji ekki aðild. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýst því yfir að hún muni á vorþingi leggja fram þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Þjóðin hlynnt viðræðum Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að slík atkvæðagreiðsla ætti að fara fram ekki síðar en 2027. Í byrjun janúar kom fram að samkvæmt könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið. Könnunin var gerð í desember. Í tilefni af þessari könnun var rætt við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Í viðtali sagði hann líklegt að afstaða fólks væri að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Gera mætti ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar.
Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. 13. janúar 2026 12:00 Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. 12. janúar 2026 13:09 „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. 11. janúar 2026 16:33 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. 13. janúar 2026 12:00
Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. 12. janúar 2026 13:09
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. 11. janúar 2026 16:33