Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ég tók þetta á mig og gerði það með stæl“

    Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir spilaði í fremstu víglínu fyrir Selfyssinga er liðið tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Hún þakkaði traustið og skoraði fyrra mark liðsins í langþráðum 2-1 sigri.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guðni: Þetta var erfiður sigur

    Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“

    Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja

    Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Sel­foss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn

    Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Við ætlum að vera í topp sex“

    „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. 

    Sport
    Fréttamynd

    „Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“

    „Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Hvar eru Garðbæingar?“

    Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Eins og við værum yfirspenntar“

    Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Stjörnukonur komust yfir á 60. mínútu en Blikar jöfnuðu tíu mínútum síðar.

    Íslenski boltinn