Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika

    Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „FH spurði mig ekkert að því“

    „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Nik: Við gerðum nóg

    Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. 

    Íslenski boltinn