Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Langar að leika meira erlendis

Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Stóra sviðið: Sjáðu stutt­myndir Audda og Steinda

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Öll í faginu taka slysaskotið til sín

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted

Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er ástarsaga“

Bússi er harðasta löggan í bænum en málin flækjast þó þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess.

Lífið
Fréttamynd

Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík

ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF.

Lífið
Fréttamynd

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína

Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Lífið
Fréttamynd

Dýrið til­nefnd til European Discovery verð­launa

Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

Lífið
Fréttamynd

Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir

Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond

Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Bíó og sjónvarp