Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Upp­selt á oddaleikinn

    Uppselt er á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Leikurinn fer fram í N1-höll Valsmanna á miðvikudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“

    Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Tapaður bolti og Basi­le setur þrist“

    Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég elska að við töpum ekki hér“

    Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þeir bara börðu okkur út úr þessu“

    Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ís­lenskur körfu­bolti á­fram á Stöð 2 Sport næstu árin

    Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

    Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjör, við­töl og myndir: Grinda­vík-Valur 93-89 | Gulir jöfnuðu metin

    Grindavík jafnaði metin í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þökk sé ótrúlegum fjórða leikhluta gegn Val. Framan af leik stefndi allt í að Valur væri að komast 2-0 yfir í einvíginu en gulklæddir Grindvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1 fyrir næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á föstudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann: Brotnuðum auð­veld­lega

    Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristinn: Varnar­leikur, varnar­leikur og varnar­leikur

    Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vals­menn endur­heimta Kára á besta tíma

    Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

    Körfubolti