

EM í fótbolta 2024
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Leikirnir

Sjáðu mörkin sem skutu Englandi áfram í úrslitaleik Evrópumótsins
England vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi í undanúrslitum Evrópumótsins. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Watkins vissi að hann myndi skora: „Ég sver það upp á líf mitt, og líf barna minna“
„Ég sver það upp á líf mitt, og líf barna minna, ég sagði við Cole Palmer: við erum að fara að koma inn á og þú munt leggja sigurmarkið upp fyrir mig,“ sagði Ollie Watkins eftir sigurinn gegn Hollandi í undanúrslitum EM.

England á leið í úrslit eftir endurkomusigur gegn Hollandi
England lenti snemma undir en vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi og er á leið í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag gegn Spáni.

Hollendingar ráðast á Englendinga og ræna af þeim fánum
Hollendingar réðust á Englendinga í aðdraganda undanúrslitaleiksins í Dortmund og reyndu að ræna fánum þeirra. Fimm einstaklingar særðust lítillega í átökunum.

Deschamps verður áfram með Frakkana
Þrátt fyrir að Frakkar hafi fáa heillað með spilamennsku sinni á EM verður Didier Deschamps áfram þjálfari liðsins.

Morata segir að öryggisvörðurinn hefði átt að fá gult fyrir tæklinguna
Álvaro Morata, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, sá spaugilegu hliðina á atvikinu þegar öryggisvörður tæklaði hann eftir leikinn gegn Frakklandi á EM.

Mbappé um Evrópumót Frakka: Misheppnað mót
Kylian Mbappé viðurkenndi að Evrópumótið 2024 hafi verið misheppnað mót fyrir bæði hann og franska landsliðið.

Lest hollenska liðsins fór ekki fet
Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum.

Lamine Yamal sló met Pele
Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi.

Messi baðaði sex mánaða Yamal
Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu.

Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals
Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld.

Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik
Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi.

Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið
Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið.

Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit
Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld.

Yamal setti met með stórkostlegu marki
Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar.

Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“
Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM.

Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar
Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

UEFA með lista yfir fljótustu og hægustu leikmenn EM
Enginn hefur hlaupið hraðar á Evrópumótinu í fótbolta en franski framherjinn Kylian Mbappé. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er með lista á heimasíðu sinni yfir fljótustu leikmenn EM í ár.

Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir
Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld.

BBC: Voru ekki hæðast að Ronaldo, aðeins leikur að orðum
Breska ríkisútvarpið fékk á sig talsverða gagnrýni fyrir skjátexta sinn undir umfjöllun BBC um vítaklúður Cristiano Ronaldo í leik Portúgala og Slóveníu á EM.

Fékk það óþvegið frá Bellingham síðast
Felix Zwayer dæmir leik Englands og Hollands í undanúrslitum Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu. Sá kemur frá Þýskalandi og fékk það heldur betur óþvegið frá Jude Bellingham þegar hann dæmdi leik Borussia Dortmund þegar Englendingurinn spilaði þar.

Ronaldo gefur í skyn að hann muni halda áfram í landsliðinu
Þrátt fyrir vonbrigðin á Evrópumótinu í Þýskalandi gæti Cristiano Ronaldo haldið áfram að spila með portúgalska landsliðinu.

Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna
Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær.

Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins
Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss.

Tækling Toni Kroos eyðilagði Evrópumótið fyrir Pedri
Vegna meiðsla mun spænski miðjumaðurinn Pedri ekki geta haldið áfram spilamennsku á Evrópumótinu.

„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“
Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld.

Hollendingar lentu undir en mæta Englandi
Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld.

Öll vítin inn og England í undanúrslit
Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn.

Fyrirliðinn Morata ekki í banni í undanúrslitunum
Álvaro Morata, fyrirliði Spánar, verður til taks þegar Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Það virtist sem Morata hefði fengið gult spjald og yrði því í leikbanni en það var á misskilningi byggt.

Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss
Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag.