Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina. Innlent 3. apríl 2023 15:13
Þrjátíu og fjögur stefnumót í nítján löndum Þegar Loni James lagði af stað í heimsreisu fyrir rúmu ári síðan var hún með einfalt markmið: Að fara á stefnumót með nýjum aðila í hverju landi sem hún heimsótti. Síðan þá hefur hún farið á alls þrjátíu og fjögur fyrstu stefnumót í nítján mismunandi löndum. Lífið 3. apríl 2023 13:03
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Innlent 30. mars 2023 18:03
Ísland í öðru sæti yfir öruggustu áfangastaðina fyrir ferðamenn Ísland er eitt af tíu öruggustu áfangastöðunum fyrir ferðamenn. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt á breska ferðavefnum Which en stuðst var við gögn frá ráðgjafafyrirtækinu STC. Tekið var mið af náttúrhamförum, fjölda banaslysa í umferðinni, morðtíðni, fjölda hryðjuverka, öryggi kvenkyns ferðamanna og uppbyggingu heilbrigðiskerfis í hverju landi fyrir sig. Erlent 29. mars 2023 08:01
Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins. Innlent 25. mars 2023 20:05
Ólöf Kristín nýr forseti FÍ Ólöf Kristín Sívertsen hefur verið kjörin forseti Ferðafélags Íslands (FÍ). Fyrrverandi forseti félagsins sagði af sér og sig úr félaginu í september á síðasta ári. Innlent 22. mars 2023 14:35
Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Lífið 20. mars 2023 20:40
Íslensk vegabréf í 21. sæti Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi. Innlent 16. mars 2023 15:26
Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var. Viðskipti innlent 10. mars 2023 07:37
Þurftu að borða tíu kíló af mat til að koma ferðatöskunni til Íslands Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið mikla lukku á meðal netverja undanfarna daga en þar má sjá hóp spænskra ungmenna sem var á leið í flug til Íslands og þurftu að grípa til örþrifaráða við innritunarborðið á flugvellinum. Lífið 8. mars 2023 14:05
Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Lífið 5. mars 2023 17:08
Auðvitað er Ísland ekki best í heimi! „Ég trúi því varla ennþá hvurslags lán það var þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri var einhvern tímann á hlaupum inn á fund og henti þessari setningu í fangið á mér: „Hvar er best að búa?“. Ég held að hún hafi verið að pæla í þáttaröð um það í hvaða sveitarfélagi á Íslandi er best að búa, en einhvern veginn möndlaðist það þannig í höndunum á mér að þetta varð mun skemmtilegra djobb“ Lífið 26. febrúar 2023 10:46
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22. febrúar 2023 20:01
Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 22. febrúar 2023 12:29
Fá um 190 þúsund vegna altjóns á ferðatösku af dýrari gerðinni Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum tæpar 190 þúsund krónur vegna tjóns sem varð á innritaðri ferðatösku af dýrari gerðinni á meðan hún var í vörslu flugfélagsins. Neytendur 22. febrúar 2023 09:30
„Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum?“ Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag, þar sem fjallað var um þau óljósu tilmæli frá stofnunum samfélagsins til almennings, að forðast utanlandsferðir. Slíkar ráðstafanir eigi að styrkja gengi krónunnar. Lífið 21. febrúar 2023 09:16
Stjörnulífið: Sambandsafmæli, Idol og óléttubumbur Stór vika er að baki en á föstudaginn eignaðist þjóðin sína fimmtu Idolstjörnu, hana Sögu Matthildi. Idol einkenndi því vikuna hjá mörgum á meðan aðrir flúðu febrúarlægðina og ferðuðust út fyrir landsteinana. Lífið 13. febrúar 2023 13:04
Upplifði ótrúlegt útsýni á toppi Hraundranga í fyrstu fjallgöngunni Í þessum fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Okkar eigið Ísland fara ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson og klifrarinn Andri Már Ómarsson í leiðangur upp Hraundranga í Öxnadal. Lífið 11. febrúar 2023 08:01
Fljúga til Feneyja í sumar Flugfélagið Play mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður þann 29. júní og mun félagið fljúga til borgarinnar út september. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 10:11
Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Innlent 8. febrúar 2023 21:01
Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Innlent 5. febrúar 2023 08:00
45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife 45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag. Innlent 1. febrúar 2023 19:08
Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Innlent 31. janúar 2023 12:37
„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. Atvinnulíf 30. janúar 2023 07:00
„Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Innlent 14. janúar 2023 15:36
Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Innlent 13. janúar 2023 13:21
Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Matur 11. janúar 2023 22:12
Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður. Viðskipti innlent 11. janúar 2023 19:49
Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna. Neytendur 11. janúar 2023 12:39
Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag. Lífið 10. janúar 2023 20:30