Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Ein­stök upp­lifun í sveita­sælu

Hótel Grímsborgir er sannkölluð perla við Gullna Hringinn, staðsett á bökkum Sogsins með mikla náttúrusýn í allar áttir. Í ár voru opnuð ný og glæsileg fimm herbergja Deluxe hús sem hægt er að leigja fyrir hópa sem og einstaklinga.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ekki gera þessi mis­tök í sumar­fríinu!

Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök.

Skoðun
Fréttamynd

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finna vel fyrir fækkun ferða­manna en láta ekki deigan síga

Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Óbrjótanleg lúxusglös í úti­leguna

Koziol Superglas glösin eru gerð úr óbrjótanlegu hátækniplasti sem á sér engan líkan hvað varðar endingu og styrkleika. Superglas eru einstök nýsköpun frá þýska vörumerkinu Koziol sem margir hönnunarunnendur kannast við.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Lífið
Fréttamynd

Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol

Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Ferðatryggingar og val á kredit­korti

Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tán ó­missandi hlutir í úti­leguna

Hvað er dásamlegra en sólríkar sumarnætur í guðs grænni náttúrunni í góðum félagsskap? Að mati margra er það ómissandi þáttur af sumrinu. Þegar kemur að því að pakka niður fyrir ferðalagið er að mörgu að huga fyrir utan þann grunnbúnað sem fylgir útilegunni. 

Lífið
Fréttamynd

Banna skamm­tíma­leigu til túr­ista í Barcelona

Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Fann fyrir nær­veru hinna látnu í Auschwitz

„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Lífið
Fréttamynd

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sund­laugar

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Innlent
Fréttamynd

Tæpar 2500 krónur fyrir litla sam­loku á Geysi

Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 

Neytendur
Fréttamynd

Svan­dís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin

Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gekk í tvo tíma að flug­vellinum til að komast hjá leigubílagjaldi

Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. 

Lífið
Fréttamynd

Skelltu þér í sólina í sumar

Þetta sumarið býður Úrval Útsýn upp á marga spennandi áfangastaði í sólina. Hvort sem ætlunin er að slaka á, hreyfa sig, skemmta sér eða njóta matar og menningar, þá eru valkostirnir margir.

Samstarf
Fréttamynd

Tómas hitti sofandi hjartaskurðlækninn

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er staddur í Varsjá á ráðstefnu um hjartaskurðlækningar. Þar hitti hann einn fremsta hjartaskurðlækni Pólverja, Romual Cichon, sem var sofandi úti í horni á einni frægustu mynd sem tekin hefur verið í hjartaaðgerð og var valin mynd ársins 1987 í National Geographic.

Lífið
Fréttamynd

Siggi stormur stendur við spána

Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari.

Innlent