Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn

Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gott gengi Róm­verja ætlar engan endi að taka

Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern á toppinn eftir stór­sigur

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 4-0 stórsigur á Freiburg og lyftu sér upp á topp úrvalsdeildar kvenna þar í landi. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lykil­maður Man United frá í átta vikur hið minnsta

Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Baulað á Beckham í fjar­veru Messi

40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter marði toppslaginn

Tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mættust á San Siro en gestirnir úr liði Juventus gátu tekið toppsætið af Inter með sigri. Fyrir leikinn hafði Juve hefur ekki tapað í sautján leikjum en misstu dampinn í kvöld.

Fótbolti