Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn

KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Risasigur hjá Sveini Aroni og Hákoni

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg sem vann 6-1 stórsigur í sænsku deildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid að landa Bellingham

Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“

Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika

Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG setur Messi í tveggja vikna agabann

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur ákveðið að setja Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar, í tveggja vikna agabann eftir að leikmaðurinn ferðaðist til Sádi-Arabíu í leyfisleysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Selma Sól og stöllur misstu frá sér sigurinn

Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli er liðið heimsótti Avaldsnes í norskú úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en sigur hefði lyft Rosenborg á toppinn.

Fótbolti