Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Til Evrópu- og Spánar­meistara Barcelona fyrir met­fé

Ewa Pajor, samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og stjörnuframherji pólsak landsliðsins, er gengin í raðir stórliðs Barcelona. Talið er að Börsungar borgi hálfa milljón evra fyrir leikmanninn eða 75 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn óvæntasti sigur EM stað­reynd

Slóvakía vann heldur betur óvæntan 1-0 sigur á Belgíu í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta. Fyrr í dag vann Rúmenía 3-0 sigur á Úkraínu en fyrir fram voru Belgía og Úkraína talin líklegust til að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eru að reyna að kaupa kærustu­parið

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus ætlar sér að slá tvær flugur með einu höggi með því að kaupa brasilíska knattspyrnumanninn Douglas Luiz frá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nú sé tæki­færi til að vinna EM

Harry Kane, stjörnuframherji og fyrirliði enska landsliðsins, segir að nú sé lag fyrir enska að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta móti en mátti þola tap eftir vítaspyrnukeppni.

Fótbolti