„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Innlent 28. maí 2020 14:02
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Innlent 28. maí 2020 11:59
EasyJet boðar miklar uppsagnir Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Viðskipti erlent 28. maí 2020 07:28
Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Viðskipti erlent 27. maí 2020 18:09
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Viðskipti innlent 27. maí 2020 17:00
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. Viðskipti innlent 27. maí 2020 15:29
Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. Innlent 27. maí 2020 12:12
Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Forsætisráðherra segir engan þora að spá til um fjölda farþega til landsins í sumar eftir opnun landamæranna hinn 15. júní. Mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í heiminum. Innlent 27. maí 2020 11:52
Fangelsaður fyrir að klípa í rass flugþjóns á leið til Íslands Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Erlent 27. maí 2020 10:53
Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Ísavia bíður ítarlegri útfærslu á sóttvarnarreglum og framkvæmd þeirra en segir að flugvöllurinn muni ekki verða hindrun í að opna landið á nýjan leik. Flugfélög sýni áhuga á að fljúga aftur til Íslands en séu varkár í yfirlýsingum. Innlent 26. maí 2020 20:00
„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Innlent 26. maí 2020 19:55
Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. Viðskipti innlent 26. maí 2020 15:44
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Innlent 26. maí 2020 14:43
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Innlent 26. maí 2020 14:31
Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Erlent 26. maí 2020 09:47
Stærsta flugfélag Suður-Ameríku sækir um gjaldþrotavernd Flugfélagið LATAM hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum, en líkt og með önnur flugfélög hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar leikið flugfélagið grátt. Viðskipti erlent 26. maí 2020 08:11
Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Viðskipti erlent 25. maí 2020 23:26
„Það smellir enginn fingri til að redda fullt af störfum“ „Við vitum að það smellir enginn fingri til að redda fullt af störfum, redda einhverjum milljörðum frá NATO vegna þess að ástandið þar er ekki gott um þessar mundir.“ Innlent 25. maí 2020 23:15
Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Ull íslensku sauðkindarinnar hefur fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss. Ullinni þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Innlent 25. maí 2020 21:35
Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Innlent 25. maí 2020 20:00
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Viðskipti innlent 25. maí 2020 19:30
Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Innlent 25. maí 2020 18:08
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. Innlent 25. maí 2020 13:50
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Innlent 24. maí 2020 23:01
Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. Innlent 24. maí 2020 16:30
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. Innlent 22. maí 2020 20:32
Play nægilega fjármagnað og stefnir á að fljúga í haust Flugfélagið Play er nægilega vel fjármagnað og er stefnt á að hefja flug í síðasta lagi í haust sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 22. maí 2020 20:00
Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. Innlent 22. maí 2020 19:45
Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins. Erlent 22. maí 2020 18:00