Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Frakkar mæta Dönum í úr­slitum

Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Handbolti
Fréttamynd

Á­fram tapa Ung­verjar

Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð í leik um fimmta sæti eftir æsispennu

Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barna­níðinginn

Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.

Handbolti
Fréttamynd

Felldi tár og svaf varla dúr

Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ

Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023.

Sport
Fréttamynd

Þrjú íslensk mörk í tapi Volda

Lið Volda tapaði með níu mörkum gegn Fana í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Rakel Sara Elvarsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir komust á blað hjá Volda í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Danir völtuðu yfir Ungverja

Danir eru komnir áfram í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Ungverjum í 8-liða úrslitum í dag. Ungverjar sáu aldrei til sólar og sigur Dana var gríðarlega sannfærandi.

Handbolti