Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14. mars 2024 15:02
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Erlent 13. mars 2024 13:52
Úkraínumenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi hér á landi Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að efla tvíhliða samskipti landanna og ræða þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa veitt úkraínsku þjóðinni. Innlent 12. mars 2024 18:19
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. Erlent 12. mars 2024 16:50
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Erlent 12. mars 2024 10:42
Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Erlent 12. mars 2024 07:03
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. Erlent 12. mars 2024 06:21
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Erlent 11. mars 2024 14:26
Úkraínskir þingmenn afhentu áritaðan fána Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 11. mars 2024 14:22
Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Ummæli sem Frans páfi lét falla í viðtali um að Úkraínumenn ættu að hafa kjarkinn til þess að stilla til friðar og binda enda á stríðið gegn Rússlandi hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálamenn frá bæði Úkraínu og Evrópu hafa fordæmt ummælin. Erlent 10. mars 2024 17:57
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 7. mars 2024 16:10
Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. Erlent 7. mars 2024 08:00
Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið Svo virðist sem rússneskir hermenn hafi loks náð að granda M142 HIMARS-eldflaugakerfi í Úkraínu. Í það minnsta gerðist það í fyrsta sinn í gær að Rússar birtu myndband af vel heppnaðri árás þar sem sjá má HIMARS-kerfi grandað. Erlent 6. mars 2024 10:55
Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. Erlent 5. mars 2024 14:21
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. Erlent 5. mars 2024 10:28
Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. Erlent 3. mars 2024 11:06
Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Erlent 29. febrúar 2024 10:05
Yfirvöld í Transnistríu biðla til Rússa um aðstoð Bandaríkjamenn segjast fylgjast grannt með þróun mála í Transnistríu, eftir að yfirvöld á sjálfsstjórnarsvæðinu biðluðu til Rússa um „vernd“. Erlent 29. febrúar 2024 08:44
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. Erlent 27. febrúar 2024 18:06
Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Erlent 27. febrúar 2024 09:47
Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Erlent 27. febrúar 2024 06:44
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. Erlent 26. febrúar 2024 22:46
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Erlent 26. febrúar 2024 18:42
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. Erlent 26. febrúar 2024 16:04
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Erlent 26. febrúar 2024 12:56
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. Erlent 25. febrúar 2024 16:55
Þegar óttinn ræður för Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Skoðun 25. febrúar 2024 10:30
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. Erlent 24. febrúar 2024 21:46
Tvö ár af samviskubiti yfir því að vera örugg Í dag eru liðin tvö ár frá því að átökin í heimalandi mínu, Úkraínu, stigmögnuðust. Að morgni 24. febrúar 2022 breyttist allt fyrir mig og alla aðra Úkraínumenn. Ég kom til Íslands sem nemi í gegnum Erasmus+ hálfu ári áður og eins og allir aðrir hafði ég alls kyns vonir, áætlanir og væntingar, en átökin eyðilögðu áætlanir allra Úkraínumanna og skildu aðeins eftir sameiginlegan draum um frið. Skoðun 24. febrúar 2024 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. Erlent 24. febrúar 2024 08:01